Leiguvefur igloo notar kökur.

Sjá nánar um kökustefnu.
Hvernig virkar varan?

Úttektarskýrslur

Nú getur þú búið til úttektarskýrslur í Igloo appinu og vefnum. Flæðið okkar auðveldar þér skráningu ástands eignarinnar við leiguupphaf og leigulok.

Úttektarskýrslur

Einfaldar úttektir við upphaf og lok leigu

Skráðu ástand eignarinnar til þess að koma í veg fyrir ágreininga við lok leigutímans.

Rafrænar úttektir

Rafrænar úttektir

Sparaðu pening með því að gera úttektina saman í appinu eða á vefnum.

Hvenær fer úttektin fram?

Þú getur núna skráð hvenær úttekt við upphaf leigutímans fer fram þegar leigusamningurinn er búinn til.

Rökstuddar kröfur

Með úttektum getur þú betur rökstutt þær kröfur sem gerðar eru í tryggingarfé.

Af hverju eru úttektir mikilvægar?

Úttektir vernda bæði leigusala og leigutaka með því að skrá á skýran hátt ástand eignar bæði þegar flutt er inn og út úr leigueign.

Þessi gagnsýni kemur í veg fyrir misskilning og ágreining um ástand eignar á hverjum tímapunkti og styður við réttmætar kröfur í tryggingarfé. Greinagóð úttekt er besta leiðin til þess að tryggja öryggi beggja aðila.

Hver á að gera úttektina?

Best er að bæði leigusali og leigutaki séu viðstaddir ástandsskoðunina. Það tryggir sanngjarna skráningu á ástandi eignarinnar og að báðir aðilar séu sammála um niðurstöðuna.

Ef ekki er notast við óháðan úttektaraðila þurfa bæði leigusali og leigutaki, eða fulltrúar þreirra, að vera viðstaddir og undirrita skýrsluna til þess að staðfesta réttmæti hennar.

Þú getur einnig kosið að láta óháðan úttektaraðila gera skýrsluna. Þá færðu faglega skýrslu sem byggð er á mati sérfræðings, sem getur veitt aukið öryggi og hjálpað til við að forðast ágreining síðar meir. Í því tilfelli þurfa leigusali og leigutaki að deila kostnaði við úttektina á milli sín.

Þarftu hjálp?

Kíktu á hjálpina okkar til þess að læra meira um leiguumhverfið á Íslandi.