Tengdar greinar
1. Hvaða lög gilda um leigu?
Um húsaleigu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis gilda lög nr. 36 frá 1994 og kallast Húsaleigulög en lögin tóku gildi 1. janúar 1995 og frá þeim tíma tekið nokkrum breytingum. Lögin fjalla um réttindi og skyldur leigusala og leigutaka og taka því á leigusamningnum sjálfum, húsnæðinu, endurgjaldi, tryggingarráðstöfunum, vanefndum, uppsögn, riftun og lok leigusambands auk fleiri þátta.
Líkt og komið hefur fram má ekki semja um verri rétt til handa leigutaka af íbúðarhúsnæði en lögin segja til um sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna en samningar um atvinnuhúsnæði eru ekki háðir sömu takmörkunum. Þó tilgreina lögin að ef húsnæði er leigt hvort tveggja sem íbúðarhúsnæði og til annara nota skal fara með réttarsambandið eins og um íbúðarhúsnæði sé að ræða.
2.mgr. 1.gr.
Leigusamningar skv. 1. og 2. mgr. geta tekið til leigu á íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og öðru húsnæði. Sé húsnæði bæði leigt til íbúðar og til annarra nota skulu ákvæði laga þessara um íbúðarhúsnæði gilda um slíka leigusamninga. Þá skulu ákvæði laga þessara sem gilda samkvæmt orðanna hljóðan um íbúðarhúsnæði gilda um atvinnuhúsnæði eftir því sem við getur átt og að því leyti sem lögin hafa ekki að geyma sérreglur um atvinnuhúsnæði.
Sérstaklega er tekið fram í lögunum að þau gilda ekki um samninga um afnot húsnæðis samkvæmt lögum um húsnæðissamvinnufélög nr. 66/2003 né lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007.
Uppfært 28 maí 2024
Var greinin hjálpleg?